Vinskapurinn og liðsheildin – og bronsið

U20 ára landslið Íslands sem er nú á heimleið frá …
U20 ára landslið Íslands sem er nú á heimleið frá Nýja-Sjálandi. Ljósmynd/Facebook IHI

Íslenska U20 ára landslið karla í íshokkí er nú á leið heim eftir að hafa unnið til bronsverðlauna í 3. deild heimsmeistaramótsins sem fram fór á Nýja-Sjálandi.

Ísland vann heimamenn, 10:0, í leiknum um þriðja sætið um helgina en nú er komið að því að fara heim. Framundan er langt og strangt ferðalag en í tilkynningu frá fararstjórunum snúa allir heim með bros á vör.

„Strákarnir áttu frábæra tveggja vikna ferð saman, vinskapurinn, keppnisandinn og frábær liðsheild er það sem stendur uppúr og ekki skemmir það fyrir að hafa bronsið um hálsinn og verðlaunagripinn í farteskinu. Aðdáunarvert er að sjá svona flottan hóp ungra manna saman kominn, sem eru fulltrúar Íslands á erlendri grundu,” segir á vef íshokkísambandsins.

„Við megum öll vera stolt af því að eiga svona frábæran hóp, sem er fyrirmynd ungra leikmanna og kvenna og gerir okkur öll mun áhugsamari um íshokkí og framtíð íþróttarinnar á Íslandi.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert