SA hafði betur gegn Birninum

Frá viðureign SA og Bjarnarins á Akureyri í kvöld.
Frá viðureign SA og Bjarnarins á Akureyri í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skautafélag Akureyrar hafði betur gegn Birninum, 4:1, þegar liðin áttust við í Hertz-deild karla í íshokkí á Akureyri í kvöld.

Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en eftir sigurinn í kvöld eru Akureyringar komnir í annað sætið og eiga þar með góða möguleika á að berjast við lið Esju um Íslandsmeistaratitilinn en Esja hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn.

60. Leiknum er lokið með 4:1 sigri SA. Bjarnarmenn héldu áfram að sækja og uppskáru loks mark áður en SA skoraði sitt fjórða mark úr einni af örfáum sóknum sínum í leikhlutanum. SA Víkingar eru nú komnir upp fyrir Björninn í annað sætið. Akureyringar eru þremur stigum á undan þegar hvort lið á eftir að spila við SR og deildarmeistara Esju.Uppúr sauð um leið og lokaflautið gall. Upphófust riskingar og endaði það með smá leiðindi.

57. MARK! Staðan er 4:1 fyrir SA. Pökkurinn hrekkur til Hafþórs Andra Sigrúnarsonar sem smellir honum í fjærhornið.

52. MARK! Staðan er 3:1 fyrir SA. Loks skora Bjarnarmenn. Edmunds Induss brýst upp hægri kantinn og smyr pökkinn undir handarkrika markvarðar SA, alveg út við stöng

40. Öðrum leikhluta er lokið. Staðan er 3:0 fyrir SA.  Bjarnarmenn sóttu nánast allan leikhlutann en þeim gekk bölvanlega að skora. SA Víkingar vörðust af krafti og stóðu af sér allar sóknir gestanna. Var markvörðurinn Jussi Suvanto í miklu stuði en einnig skutu Bjarnarmenn einu sinni í stöngina og nokkur skot smugu rétt framhjá marki SA. 

31. Björninn hefur sótt linnulaust í yfirtölu síðustu fjórar mínútur en pökkurinn vill ekki í markið.

25. Markverðir liðanna hafa átt sviðið á upphafskafla leikhlutans. Báðir hafa varið skot á ótrúlegan hátt.

20. Fyrsta leikhluta er lokið. Staðan er 3:0 fyrir SA.  Björninn var líklegri til að skora á upphafskaflanum en eftir að fyrsta mark SA kom þá tóku heimamenn völdin og bættu við tveimur mörkum. Björninn átti svo kraftmiklar lokamínútur en Jussi Suvanto varði allt sem kom á mark Akureyringa. Bjarnarmenn hafa verið átta mínútur í refsiboxinu og hefur það reynst þeim dýrkeypt.

Mörk/stoðsendingar:

SA: Jussi Sipponen 1/2, Mikko Salonen 1/0, Andri Már Mikaelsson 1/0, Björn Már Jakobsson 0/2. 

13. MARK! Staðan er 3:0 fyrir SA. Þetta tók ekki langan tíma. Vörn Bjarnarins var sundurspiluð og endaði það með góðu skoti frá Mikko Salonen. Enn missa Bjarnarmenn mann í refsiboxið.

11. SA skorar en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Heimamenn eru líklegir til að bæta við marki. Bjarnarmenn eru pirraðir og missa mann af velli.

10. MARK! Staðan er 2:0 fyrir SA. Jussi Sipponen komst á auðan sjó og gott skot hans lak inn fyrir línuna.

9. MARK! Staðan er 1:0 fyrir SA. Heimamenn voru í yfirtölu og stilltu upp í skot fyrir Andra Má Mikaelsson sem þrumaði pökknum í netið.

6. Leikurinn er að lifna við eftir rólegar upphafsmínútur.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Lið Esju hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en liðið er með 57 stig í efsta sæti en Skautafélag Akureyrar og Björninn eru jöfn að stigum með 31 og berjast um að komast í rimmuna við Esju um Íslandsmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert