Tuttugu og eitt mark skorað

Ynjur enduðu í öðru sæti deildarinnar.
Ynjur enduðu í öðru sæti deildarinnar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

SA Ynjur sýndu leikmönnum Skautafélags Reykjavíkur enga miskunn í lokaleik Hertz-deildar kvenna í íshokkíi í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Ynjurnar skoruðu 21 mark án þess að andstæðingnum tækist svo mikið sem að klóra einu sinni í bakkann.

Fyrsta leikhluta lauk, 8:0, þeim næsta 4:0 og í þriðja leikhluta urðu mörkin níu áður en yfir lauk. Kolbrún Garðarsdóttir var markahæst. Hún skoraði átta mörk. Næst var Berglind Leifsdóttir með fjögur.

Lokastaðan í deildinni er því sú að Ásynjur sigruðu með 33 stig, Ynjur fengu 27, Björninn 10 og SR 2 stig. 

Hingað til hafa Ásynjur og Ynjur þurft að sameina sín lið fyrir úrslitakeppnina en þar sem Akureyrarliðin voru sjálfstæð í vetur og leikmenn gátu ekki farið á milli þeirra, munu þau mætast í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert