Spánn okkar erkióvinur

Anna Sonja Ágústsdóttir, fremst fyrir miðju, ásamt félögum sínum í …
Anna Sonja Ágústsdóttir, fremst fyrir miðju, ásamt félögum sínum í landsliðinu fyrir æfingu í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Anna Sonja Ágústsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu í íshokkí hefja á mánudag keppni á fyrsta stórmótinu sem fram fer á Akureyri í greininni.

Ísland leikur líkt og síðustu ár í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins og mætir þar Rúmeníu, Mexíkó, Tyrklandi, Nýja-Sjálandi og Spáni. Efsta liðið tryggir sér sæti í A-riðli á næsta ári en neðsta liðið fellur.

„Við eigum mjög góða möguleika, en þetta er alltaf rosalega jöfn deild. Þetta hefur oft verið þannig hjá okkur að eftir síðasta leik okkar á mótinu þá sitjum við uppi í stúku og horfum á lokaleiki mótsins og sjáum þá okkar sæti sveiflast til. Við stefnum á að hafa þetta aðeins öðruvísi núna. Ef við vinnum okkar leiki þurfum við ekki að treysta á nein önnur úrslit og við eigum góðan séns í öllum leikjunum,“ segir Anna Sonja í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Önnu Sonju í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert