HM kvenna í íshokkí – beint á mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið sem leikur á HM.
Íslenska kvennalandsliðið sem leikur á HM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Heimsmeistaramót kvenna í íshokkí, 2. deild B, hófst í Skautahöllinni á Akureyri klukkan 13.00 með leik Tyrklands og Nýja-Sjálands.

Ný-Sjálendingar unnu þá viðureign, 5:3.

Mexíkó og Spánn hófu leik núna kl. 16.30 og klukkan 20.00 hefst viðureign Íslands og Rúmeníu.

Mótið er síðan leikið áfram á þessum tímum á þriðjudag, fimmtudag, föstudag og sunnudag og Ísland leikur ávallt klukkan 20.00.

Mbl.is er með beint streymi frá öllum leikjunum á íshokkívefnum, mbl.is/sport/ishokki, og núna má fylgjast með viðureign Mexíkó og Spánar sem er í gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert