Risinn skotinn niður í vítakeppni

Svíar fagna með heimsmeistarabikarinn.
Svíar fagna með heimsmeistarabikarinn. AFP

Svíþjóð fagnaði á sunnudagskvöld heimsmeistaratitli karla í íshokkí eftir hreint æsilegan úrslitaleik við Kanada, en leikið var í Köln í Þýskalandi. Svíþjóð vann í vítakeppni og er það í annað sinn í sögunni sem úrslit HM ráðast á þann hátt.

Victor Hedman kom Svíum yfir undir lok annars leikhluta, en Kanada jafnaði í upphafi þess seinni með marki Ryan O‘Reilly. Ekkert var skorað í framlengingunni og þurfti því að grípa til vítaskotkeppni. Þar fóru markverðirnir á kostum en það var að lokum Nicklas Backström sem tryggði Svíum titilinn.

Þetta var í fjórða sinn sem þessar þjóðir mætast í úrslitum en Svíar höfðu aldrei borið sigur úr býtum. Kanada, sem er einn stærsti risinn í íshokkíheiminum, hafði betur í úrslitum þjóðanna árin 1997, 2003 og 2004 og hefði með sigri í þessum leik unnið titilinn þriðja árið í röð. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill Svía frá árinu 2013.

Rússar tóku bronsið eftir sigur á Finnum, 5:3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert