Má ekki afskrifa Esju

Frá leik Bjarnarins og SA.
Frá leik Bjarnarins og SA. mbl.is/Golli

SA náði átta stiga forskoti á toppi Hertz-deildar karla í íshokkí á laugardaginn var með 4:3-sigri á Birninum í Egilshöllinni. Norðanmenn eru með 20 stig eftir sjö sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Björninn er enn í öðru sæti með 12 stig og Íslandsmeistarar Esju koma þar á eftir með tíu stig. SR rekur lestina án stiga.

Megum ekkert slaka á

SA komst í 4:0 á laugardaginn en Björninn skoraði þrjú mörk seint í leiknum og gerði leikinn óvænt spennandi í blálokin. „Við vorum með yfirburði í 55 mínútur en svo fórum við að reyna að spila öruggt og breyta leiknum síðustu mínúturnar og þá hrynur þetta hjá okkur og þeir skora þrjú mörk. Við megum ekkert slaka á, það er alveg á hreinu,“ sagði Sigurður Sigurðsson, en hann skoraði tvö mörk fyrir SA í leiknum.

Esja hafði gríðarlega yfirburði í deildinni á síðustu leiktíð og margir bjuggust við svipaðri sögu í vetur. Esjumenn hafa hins vegar unnið þrjá og tapað þremur í fyrstu sex leikjum sínum og virka nokkuð frá sínu besta. „Esjumenn eru klárlega veikari en í fyrra. Þeir misstu tvo lykilmenn um daginn og þeir hafa ekki unnið leik síðan. Þeir eru veikari en við erum ekki búnir að afskrifa þá, það er af og frá,“ sagði Sigurður um Íslandsmeistarana.

Landsliðsmennirnir Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason féllu á lyfjaprófi í síðasta mánuði og virðist það hafa haft mikil áhrif á meistarana, enda um mjög sterka landsliðsmenn að ræða. Sigurður segir SA á sama tíma vera með betra lið en á síðustu leiktíð. „Við erum með aðeins breiðari hóp í ár og það eru aðeins fleiri á æfingum og þetta hefur gengið vel hjá okkur. Okkar styrkur hefur alltaf verið reynslan og hefðin og svo erum við komnir með góða stráka í bland við það. 

Sjáðu greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert