Þyngsta refsing sögunnar vegna fyrsta brots

Björn Róbert Sigurðarson, leikmaður Esju.
Björn Róbert Sigurðarson, leikmaður Esju. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí og leikmenn Íslandsmeistaraliðs UMFK Esju, hlutu í gær þyngstu dóma sem kveðnir hafa verið upp hér á landi vegna fyrsta brots á lögum um lyfjanotkun. Dómstóll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands dæmdi leikmennina í fjögurra ára bann sem gildir frá 6. september síðastliðnum, en þá voru þeir teknir í lyfjapróf á æfingu og urðu uppvísir að steranotkun.

Björn og Steindór hafa áfrýjað dómnum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og standa vonir til þess að málið verði tekið fyrir þar áður en árið er á enda, en annars í byrjun næsta árs. Verði niðurstaða áfrýjunardómstólsins í samræmi við dómana sem nú eru fallnir yrðu leikmennirnir að hlíta niðurstöðunni ellegar áfrýja dómnum til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS, sem er æðsta dómsvald í íþróttum.

Refsiramminn víkkaður

Refsirammi vegna lyfjamála var víkkaður árið 2015 og er hámarksrefsing fyrir ólöglega lyfjanotkun nú fjögur ár. Enginn hefur áður fengið svo þunga refsingu fyrir fyrsta brot, en knapinn Þorvaldur Árni Þorvaldsson var dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í tvígang á rúmu ári.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert