Fjögurra ára bann landsliðsmanna staðfest

Steindór Ingason, lengst til hægri, í leik með Esju.
Steindór Ingason, lengst til hægri, í leik með Esju. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands hefur staðfest fjögurra ára keppnisbann þeirra Björns Róberts Sigurðarsonar og Steindórs Ingasonar, landsliðsmanna í íshokkíi, eftir að þeir féllu á lyfjaprófi.

Björn Róbert og Steindór tóku inn stera sem eru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu í kjölfarið á lyfjaprófi og voru úrskurðaðir í fjögurra ára keppnisbann. Þeir áfrýjuðu þeim dómi og sögðust hafa tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð, en ekki til að bæta árangur sinn íþróttum.

Nú er ljóst að Björn og Steindór mega ekki koma nálægt íþróttalífi á Íslandi til 6. september 2021. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert