Strákarnir töpuðu fyrsta leik í framlengingu

U20 ára landslið Íslands sem er í eldlínunni á HM …
U20 ára landslið Íslands sem er í eldlínunni á HM í Búlgaríu. Ljósmynd/ÍHÍ

Íslenska U20 ára landslið karla í íshokkí spilaði sinn fyrsta leik í 3. deild heimsmeistaramótsins í Búlgaríu í dag, en liðið tapaði þá fyrir Ástralíu eftir framlengingu, 2:1.

Leikurinn var æsispennandi og markalaus eftir fyrstu tvo leikhlutana. Ástralía komst yfir þegar aðeins tæpar fimm mínútur voru eftir. Axel Orongan jafnaði hins vegar metin fyrir Ísland þegar aðeins 50 sekúndur voru eftir af leiknum og staðan 1:1 eftir venjulegan leiktíma.

Í framlengingunni var það hins vegar Ástralía sem hafði betur og skoraði eftir 37 sekúndur og tryggði sér 2:1 sigur. Ísland fær þar með eitt stig fyrir jafnteflið og Ástralía aukastig fyrir sigur í framlengingu.

Mótið fer fram í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, og leik­ur ís­lenska liðið fimm leiki á mót­inu en dag­skrá­in er sem hér seg­ir:

Ástr­al­ía – Ísland, 22. janú­ar
Kína – Ísland, 23. janú­ar
Nýja-Sjá­land – Ísland, 25. janú­ar
Ísra­el – Ísland, 26. janú­ar
Búlga­ría – Ísland, 28. janú­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert