Glæsilegur sigur gegn Kína

Axel Orongan var valinn maður leiksins í dag og Mak­symili­an …
Axel Orongan var valinn maður leiksins í dag og Mak­symili­an Mojzyszek var valinn maður leiksins í gær. Ljósmynd/ÍHÍ

Íslenska U20 ára landslið karla í ís­hokkí vann glæsilegan sigur á Kína í dag í öðrum leik sínum í 3. deild heims­meist­ara­móts­ins sem fram fer í Búlgaríu.

Kínverjarnir komust yfir eftir tæplega tíu mínútna leik, en undir lok annars leikhluta jafnaði Sigurður Þorsteinsson metin fyrir Ísland eftir undirbúning Edmunds Induss. Það var svo tæpum sjö mínútum fyrir leikslok sem sigurmark Íslands leit dagsins ljós, en það skoraði Axel Orongan eftir undirbúning Sölva Atlasonar.

Ísland er þar með komið með fjögur stig eftir tvo leiki, en liðið tapaði 2:1 fyrir Ástralíu eftir framlengdan leik í gær þar sem Axel skoraði mark Íslands. Kína tapaði hins vegar fyrsta leik sínum gegn Ísrael og er því án stiga.

Ísland mætir Nýja-Sjálandi í þriðja leik á fimmtudag, Ísrael á föstudag og lokaleikurinn er svo gegn gestgjöfum Búlgaríu á sunnudag.

U20 ára landslið Íslands sem er í eldlínunni á HM …
U20 ára landslið Íslands sem er í eldlínunni á HM í Búlgaríu. Ljósmynd/ÍHÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert