SA með gott veganesti til Evrópu

SA er Íslandsmeistari í íshokkíi.
SA er Íslandsmeistari í íshokkíi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skautafélag Akureyrar, Íslandsmeistarar karla í íshokkíi, heldur til Búlgaríu á miðvikudag þar sem liðið tekur þátt í Evrópukeppni. SA fer þangað með gott veganesti eftir að hafa unnið fyrsta titil tímabilsins hér heima.

Nýrri bikarkeppni Íshokkísambandsins, Lýsis-bikarnum, lauk með sigri SA. Liðin þrjú á Íslandsmótinu mættust heima og heiman og vann SA þrjá leiki en tapaði einum, líkt og Björninn, en SA var með betri markatölu og fékk því Lýsisbikarinn.

Hið sáluga félag Esja varð fyrsta ís­lenska fé­lagið til að taka þátt í Evr­ópu­keppni á síðasta ári. SA er í riðli með Ir­bis-Ska­te Sofia frá Búlgaríu, Zeyt­in­burnu Ist­an­b­ul frá Tyrklandi og HC Bat Yam frá Ísra­el. Leik­irn­ir fara fram 28.-30. sept­em­ber í Sofiu, höfuðborg Búlgaríu. Efsta liðið fer áfram í 2. um­ferð sem fram fer í Riga í Lett­landi um miðjan októ­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert