Meistararnir völtuðu yfir Fjölni í toppslagnum

SA vann stórsigur á Fjölni.
SA vann stórsigur á Fjölni. Ljósmynd/Þórir

SA er komið með þriggja stiga stiga forskot á toppi Hertz-deildar karla í íshokkíi eftir 8:1-stórsigur á Fjölni á heimavelli í dag. 

Staðan var markalaus fram á 15. mínútu en þá skoraði Andri Már Mikaelsson fyrsta mark leiksins. Áður en fyrsta lotan var öll var Jóhann Már Leifsson búinn að bæta við tveimur mörkum og koma SA í 3:0. 

Hafþór Andri Sigrúnarson stal senunni í annarri lotu og skoraði tvö mörk og kom SA í 5:0. Heiðar Örn Kristveigarson og nafni hans Heiðar Gauti Jóhannsson bættu við sjötta og sjöunda markinu í þriðju lotu, áður en Benedikt Sverrisson lagaði stöðuna fyrir Fjölni.

SA átti hins vegar lokaorðið því Andri Már skoraði sitt annað mark og áttunda mark SA sex mínútum fyrir leikslok. 

Skautafélag Akureyrar er í toppsæti deildarinnar með 21 stig og Fjölnir í öðru sæti með 18 stig. SR er á botninum án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert