Benedikt: „Var búinn að missa töluna“

Jón Arnór Stefánsson í baráttu við varnarmenn Keflavíkur.
Jón Arnór Stefánsson í baráttu við varnarmenn Keflavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég veit ekki hvernig mér líður núna en þetta var vissulega óvenjulega spennandi leikur,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR eftir 129.124 sigur liðsins gegn Keflavík. Úrslitin réðust ekki fyrr en eftir fjórar framlengingar og það hefur aðeins einu sinni gerst áður í sögu úrvalsdeildarinnar þegar Skallagrímur og KFÍ mættust.

„Eftir fyrri hálfleikinn töluðum við saman í klefanum um að það væri aðeins eitt að gera. Að vinna þann síðari með 13 stigum. Það tókst reyndar ekki, við unnum með 12, en niðurstaðan var sigur ég þigg það. Ég var alveg búinn að missa töluna á þessum framlengingum og það var ekki létt að halda einbeitingunni,“ bætti Benedikt við.

„Áherslan hjá okkur var að sækja körfunni í sókninni og ná skotum nálægt körfunni. Eftir að Sigurður Þorsteinsson fékk fjórðu villuna gerðum við ekkert annað. Það er ekkert leyndarmál að við reyndum að koma honum í villuvandræði,“ sagði þjálfarinn.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert