Helena yfirgefur Ungverjaland

Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir, landsliðskonur.
Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir, landsliðskonur. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona landsins, mun að öllum líkindum yfirgefa ungverska félagið Miskolc í sumar eftir eins árs dvöl hjá því.

Þetta staðfesti Helena í samtali við vefmiðilinn karfan.is. Þar kvaðst Helena hafa fengið ýmis spennandi tilboð í hendurnar síðustu mánuði en sagði að framhaldið væri þó enn óljóst.

Helena og stöllur hennar í Miskolc urðu deildarmeistarar í Ungverjalandi en töpuðu svo gegn liðinu í 4. sæti í undanúrslitum í tveimur leikjum. Þær leika því um bronsverðlaunin við lið Sporon og töpuðu fyrsta leiknum í því einvígi í gærkvöld.

Helena kom til Miskolc frá Good Angels Kosice í Slóvakíu. Þar lék þessi fyrrverandi Haukakona í tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert