Haukur fékk gæsahúð undir þjóðsöngnum

Haukur í leiknum í kvöld.
Haukur í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

„Ég hef leyft mér að dreyma stóra drauma varðandi körfuboltann og mig hefur dreymt um að komast á stórmót með landsliðinu. Nú er draumurinn einfaldlega orðinn að veruleika,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem hefur verið í stóru hlutverki hjá körfuboltalandsliðinu í undankeppni EM þrátt fyrir að vera nýskriðinn yfir tvítugt. 

Haukur skoraði 9 stig og tók 9 fráköst þegar Ísland tapaði með átta stiga mun fyrir Bosníu í Laugardalshöll í kvöld. 

„Við höfum sýnt í leikjum á móti stórum þjóðum í sumar og einnig fyrir tveimur árum að við eigum fullt erindi í bestu liðin,“ sagði Haukur og hann sagði stemninguna í Höllinni hafa verið magnaða. 

„Það var frábært að spila fyrir fullri Laugardalshöll og maður fékk gæsahúð að heyra áhorfendur syngja með þjóðsöngnum,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert