Höttur á toppnum eftir stórsigur

Höttur
Höttur

Höttur frá Egilsstöðum er á toppi 1. deildar karla í körfuknattleik eftir stórsigur á Breiðabliki, 90:62, þegar liðin mættust í Smáranum í Kópavogi í kvöld.

Hattarmenn eru komnir með 10 stig eftir sjö leiki en Hamar er með 8 stig eftir fimm leiki og FSu 8 stig eftir 6 leiki í næstu sætum.

Höttur var aðeins sex stigum yfir í hálfleik en stakk svo af í seinni hálfleiknum.

Gangur leiksins: 2:6, 2:13, 5:16, 13:20, 15:27, 20:31, 22:35, 25:41, 32:48, 41:48, 44:52, 51:57, 51:68, 57:75, 57:81, 62:90.

Breiðablik: Nathen Garth 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 12/15 fráköst, Snorri Vignisson 8, Halldór Halldórsson 8, Egill Vignisson 8/5 fráköst, Ásgeir Nikulásson 5, Þórir Sigvaldason 3, Hákon Már Bjarnason 2, Helgi Hrafn Ólafsson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 14 í sókn.

Höttur: Tobin Carberry 21/19 fráköst/7 stoðsendingar, Ásmundur Hrafn Magnússon 14, Vidar Orn Hafsteinsson 14, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 12/8 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 11/6 fráköst/3 varin skot, Ragnar Gerald Albertsson 9/5 fráköst, Nökkvi Jarl Óskarsson 5, Sigmar Hákonarson 4/7 fráköst.

Fráköst: 39 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert