Góður endasprettur hjá Sundsvall

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons tryggði sér áttunda sigurinn í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið lagði Jämtland, 95:86, á útivelli. Framúrskarandi leikur liðsins í fjórða og síðasta leikhluta tryggði liðinu sigurinn. Sundsvall vann lokaleikhlutann með 12 stiga mun, 28:16.

Að vanda voru Íslendingarnir aðsópsmiklir hjá Sundsvall. Hlynur Bæringsson skoraði 20 stig, tók sjö fráköst og átti þrjár stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 17 stig, átti fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast. Ægir Þór Steinarsson skoraði tvö stig, átti sjö stoðsendingar og tók eitt frákast. Ragnar Nathanaelsson kom lítið við sögu og lék aðeins í rétt tæpar tvær mínútur.

Sundsvall situr í fimmta sæti deildarinnar með átta sigra úr 12 viðureignum.

Haukur Helgi Pálsson og samherjar hans í LF Bakser unnu Örebro, 93:80, eftir að hafa verið sex stigum yfir í hálfleik, 56:50.

Haukur Helgi skoraði 11 stig, átti fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst og var með bestu mönnum liðsins.

LF Basket er sæti á eftir Sundsvall með sex sigurleiki úr 11 viðureignum. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert