Eins og við værum í afplánun

Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, var að vonum létt í kvöld þegar lokaflautan gall og Dustin Salisbery, leikmanni Njarðvíkinga, hafði brugðist bogalistin í lokaskoti sínu. Haukar hrósuðu naumum sigri, 67:66, í leik liðanna í Dominosdeildinni í körfuknattleik. 

Eftir þriggja leikja taphrinu hjá Haukum náðu þeir loksins með naumindum að kreista út sigur og það með minnsta mun.  Ívar sagði bæði lið hafa spilað illa í kvöld og í hálfleiksræðu sinni tók hann sína menn á beinið og sagði þá líta út eins og þeir væru í afplánun að þurfa að leika þennan leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert