Skólastrákarnir á toppinn

Erik Olson þjálfar FSu sem er á toppi 1. deildar.
Erik Olson þjálfar FSu sem er á toppi 1. deildar. Ljósmynd/fsukarfa.is

FSu, lið Fjölbrautarskóla Suðurlands, er komið í toppsæti 1. deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Hamarsmönnum, 95:87, í Suðurlandsslag á Selfossi í kvöld.

FSu og Höttur eru nú jöfn og efst með 16 stig eftir 10 leiki en Hamar er með 14 stig á hælum þeirra. Valur er með 10 stig í fjórða sætinu.

Gangur leiksins: 8:2, 13:5, 23:11, 26:17, 32:24, 39:34, 45:36, 50:44, 54:51, 58:58, 64:64, 66:68, 72:75, 86:81, 90:84, 95:87.

FSu: Ari Gylfason 25/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 20/9 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 18/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 12/14 fráköst, Maciej Klimaszewski 8/6 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Birkir Víðisson 3, Þórarinn Friðriksson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 12 í sókn.

Hamar: Örn Sigurðarson 27/9 fráköst, Julian Nelson 19/10 stoðsendingar, Snorri Þorvaldsson 15/6 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 13/10 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 5, Kristinn Ólafsson 4/5 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 4.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Georg Andersen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert