Mikilvæg stig Borgnesinga

Magnús Þór Gunnarsson skoraði 18 stig fyrir Skallana í kvöld.
Magnús Þór Gunnarsson skoraði 18 stig fyrir Skallana í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Skallagrímur hafði betur gegn Haukum í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld eftir tvíframlengdan leik í Borgarnesi 106:101.

Skallagrímur er þá með 6 stig í deildinni og fer upp að hlið Fjölnis í 10. - 11. sæti deildarinnar en ÍR er þá eitt á botninum með 4 stig.

Skallagrímur var þremur stigum yfir þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma og aftur undir lok fyrri framlengingar. Hafnfirðingar voru ólseigir og jöfnuðu í báðum tilfellum með þriggja stiga skotum. Haukur Óskarsson og Kári Jónsson gerðu það. Magnús Þór Gunnarsson skoraði síðustu stig leiksins fyrir Skallagrím af vítalínunni í annarri framlengingu.

Skallagrímur - Haukar 106:101

Borgarnes, Úrvalsdeild karla, 29. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 6:5, 9:15, 16:20, 25:25, 32:28, 39:37, 44:40, 48:45, 56:52, 59:58, 67:58, 70:63, 74:65, 81:73, 83:77, 84:84, 89:87, 94:94, 96:97, 106:101.

Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 36/6 fráköst/7 stoðsendingar, Tracy Smith Jr. 23/20 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 18, Trausti Eiríksson 9/9 fráköst, Davíð Ásgeirsson 8/6 fráköst, Egill Egilsson 7, Daði Berg Grétarsson 5.

Fráköst: 37 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Haukur Óskarsson 28, Alex Francis 19/17 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 19/7 fráköst, Emil Barja 17/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hjálmar Stefánsson 7, Helgi Björn Einarsson 4, Sigurður Þór Einarsson 4, Kristinn Marinósson 3/5 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Steinar Orri Sigurðsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert