Hamar vann á Ísafirði

Hamarsmenn sigruðu á Ísafirði í kvöld.
Hamarsmenn sigruðu á Ísafirði í kvöld. Ljósmynd/hamarsport.is

Hamarsmenn sóttu í kvöld dýrmæt stig til Ísafjarðar þegar þeir sigruðu KFÍ fyrir vestan, 69:65, í 1. deild karla í körfuknattleik. Valur vann ennfremur miklvægan sigur á Breiðabliki í Smáranum, 90:72.

Hamar náði FSu að stigum en Höttur er með 26 stig, FSu 18 og Hamar 18 í þremur efstu sætum deildarinnar. Valur er nú í fjórða sætinu með 14 stig en ÍA er með 12 og Breiðablik 10. Efsta liðið fer beint upp en liðin í öðru til fimmta sæti fara í umspil um eitt sæti.

KFÍ - Hamar 65:69

Ísafjörður, 1. deild karla, 30. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 1:6, 3:13, 3:20, 10:21, 13:29, 24:29, 28:33, 32:35, 40:39, 47:41, 48:41, 51:52, 53:55, 61:62, 61:64, 65:69.

KFÍ: Birgir Björn Pétursson 19/13 fráköst, Nebojsa Knezevic 15, Pance Ilievski 8/7 fráköst, Björgvin Snævar Sigurðsson 6, Florijan Jovanov 6, Birgir Örn Birgisson 6/6 fráköst, Helgi Snær Bergsteinsson 5.

Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.

Hamar: Julian Nelson 31/12 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 15/8 fráköst, Snorri Þorvaldsson 6, Kristinn Ólafsson 6, Örn Sigurðarson 5/4 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 4/6 fráköst, Stefán Halldórsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Steinar Orri Sigurðsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Breiðablik - Valur 72:90

Smárinn, 1. deild karla, 30. janúar 2015.

Gangur leiksins:: 2:9, 6:16, 10:23, 20:32, 20:36, 28:38, 34:39, 40:45, 42:51, 48:53, 53:55, 56:60, 61:65, 61:73, 68:78, 72:90.

Breiðablik: Jerry Lewis Hollis 25/14 fráköst/5 varin skot, Rúnar Ingi Erlingsson 13/4 fráköst, Egill Vignisson 9/4 fráköst, Snorri Vignisson 8/8 fráköst, Sigmar Logi Björnsson 6, Halldór Halldórsson 5/4 fráköst, Brynjar Karl Ævarsson 3, Sveinbjörn Jóhannesson 2/4 fráköst, Aron Brynjar Þórðarson 1.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn.

Valur: Bjarni Geir Gunnarsson 23/5 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 17/7 fráköst, Nathen Garth 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Illugi Auðunsson 14/15 fráköst/3 varin skot, Leifur Steinn Árnason 6/6 fráköst, Kormákur Arthursson 6, Benedikt Blöndal 6/7 fráköst/9 stoðsendingar, Þorgrímur Guðni Björnsson 4.

Fráköst: 31 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Gunnar Thor Andresson, Aron Runarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert