Sigrún og Helena í sigurliðum

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. mbl.is/Golli

Körfuboltakonurnar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Helena Sverrisdóttir fögnuðu sigrum í kvöld með liðum sínum í sænsku og pólsku úrvalsdeildunum.

Sigrún var mjög drjúg í mikilvægum sigri Norrköping Dolphins gegn Alvik á útivelli, 65:54, en lið hennar styrkti stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og skildi Alvik eftir fjórum stigum neðar. Sigrún skoraði 11 stig, tók 6 fráköst,  stal boltanum 4 sinnum og átti eina stoðsendingu en hún lék í 28 mínútur.

Helena og samherjar í Polkowice unnu auðveldan sigur á Widzew Lodz á heimavelli, 70:45, og eru í fjórða sæti með 15 sigra í 21 leik. Helena lék í 24 mínútur en hún skoraði 6 stig og tók 2 fráköst.

Axel Kárason var hinsvegar í tapliði í dönsku úrvalsdeildinni með Værlöse sem tapaði fyrir Bakken Bears, 66:90, á heimavelli og er í níunda sæti af tíu liðum og er nánast úr leik í keppninni um að komast í átta liða úrslit. Axel lék í 36 mínútur, tók 7 fráköst, skoraði 2 stig og átti eina stoðsendingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert