Fullt af ungum strákum

„Þetta var búið í upphafi þriðja leikhluta,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka í körfuknattleik eftir góðan sigur á ÍR í kvöld.

„Vörnin var flott hjá okkur og Emil lokaði gjörsamlega á Svenna [Sveinbjörn Claessen] og hann sá hreinlega ekki körfuna í leiknum. Annars var ég ánægðastur með liðsheildina hjá mér í kvöld. Það voru allir að vinna saman og þannig gengur þetta best,“ sagði Ívar.

Hann benti á að hann væri með fullt af ungum strákum í liðinu sem hefðu staðið sig vel og þegar komið var að þeim tímapunkti að lið fara að senda unga og óreyndari leikmenn á vettvang sendi Ívar hinn gamalreynda Kristinn Jónasson inná.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert