Pavel hafði rétt fyrir sér

Pavel Ermolinskij
Pavel Ermolinskij mbl.is/Ómar Óskarsson

Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfuknattleik, reif vöðva aftan í læri í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni fyrir tæpum tveimur vikum. Pavel fékk niðurstöður úr segulómskoðun í gær en rifan í vöðvanum er minniháttar.

KR-ingar birtu frétt á heimasíðu sinni þar sem frá þessu er greint. Þar kemur fram að Pavel komi til með að hvíla leikina þrjá fram að úrslitakeppni eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni.

Einnig segir á heimasíðu KR að meiðslin ættu að gróa á fjórum vikum og því séu góðar líkur á því að Pavel verði leikfær í fyrsta leik KR í úrslitakeppninni sem hefst 19. - 20. mars.

Í viðtali við Morgunblaðið nokkrum dögum eftir bikarúrslitaleikinn sagðist Pavel telja að vöðvi aftan í lærinu hefði rifnað og nú hefur komið í ljós að hann hafði rétt fyrir sér.

Fréttin á heimasíðu KR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert