Cavaliers áfram á sigurbraut

Robert Covington og Henry Sims leikmenn Philadelphia 76ers reyna að …
Robert Covington og Henry Sims leikmenn Philadelphia 76ers reyna að stöðva LeBron James í leiknum við Cleveland í nótt. AFP

Cleveland Cavaliers vann sinn sextánda heimaleik í röð í gærkvöldi í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið marði sigur á Philadelphia á heimavelli, 87:86. Sigurinn skipti liðið mestu máli sem er í öðru sæti Vesturdeildar þegar líða fer að lokum deildarkeppninnar.

LeBron James skoraði 20 stig fyrir Cavaliers, tók 11 fráköst og átti sex stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 17 stig og Timofey Mozgov var með 14 stig auk tíu frákasta. Robert Covington skoraði 19 stig fyrir Philadelphia.

Aðeins sólarhring eftir að tappað var vökva af vinstra hné Dwyane Wade fór hann á kostum með Miami Heat í sigurleik á Detroit, 109:102. Wade skoraði 40 stig, þar af 19 í fjórða leikhluta. Udonis Haslem skoraði 18 stig og tók 13 fráköst. Andre Drummond skoraði 32 stig fyrir Detroit og Reggie Jackson 31. 

Níu leikir voru á dagskrá NBA-deildarinnar í gærkvöldi og í nótt. Úrslit þeirra voru eftirfarandi:

Washington - Houston 91:99
Brooklyn - LA Lakers 107:99
New Orleans - Minnesota 110:88
Cleveland - Philadelphia 87:86
Boston - Clippers 106:119
Miami - Detroit 109:102
San Antonio Spurs - Memphis 103:89
Indiana - Dallas 104:99
Phoenix - Oklahoma 97:109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert