„Ánægður með að setja tóninn strax í byrjun“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna þegar KR vann Tindastól 94:74 í DHL-höllinni í kvöld. KR tók þar með forystuna í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.  

„Þetta verður hörkubarátta enda skiptir það engu máli í úrslitakeppninni hvort þú vinnur með 20 stigum eða einu stigi,“ sagði Finnur meðal annars í samtali við mbl.is í kvöld. Hann sagði að KR-ingar þurfi að vera tilbúnir í slaginn ef þeir ætla að vinna næsta leik á Króknum og benti á að leikir númer tvö í rimmunum gegn Grindavík og Njarðvík hafi reynst KR-ingum erfiðir. 

Viðtalið við Finn má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði. 

Finnur Freyr Stefánsson
Finnur Freyr Stefánsson mbl.is/Ómar Óskarsson
Helgi Már Magnússon skýtur að körfu Tindastóls í kvöld.
Helgi Már Magnússon skýtur að körfu Tindastóls í kvöld. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert