Töframennirnir sendu Toronto í frí

Bradley Beal fagnar þriggja stiga körfu fyrir Washington í leiknum …
Bradley Beal fagnar þriggja stiga körfu fyrir Washington í leiknum við Toronto í nótt. AFP

Washington Wizards er komið í undanúrslit Austurdeildar NBA í körfubolta eftir ótrúlega stutt einvígi við Toronto Raptors en Töframennirnir frá höfuðborginni burstuðu Kanadaliðið 125:94 í nótt og unnu 4:0. Dallas Mavericks spriklar hinsvegar enn og náði að vinna Houston Rockets, 121:109, og minnka muninn í 3:1.

Toronto endaði í fjórða sæti Austurdeildar og Washington í fimmta og þessvegna var búist við hörkuslag liðanna, en eftir tvo útisigra Wizards var björninn nánast unninn.  Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem liðið vinnur 4:0 í úrslitakeppni og í fyrsta sinn síðan 1982 sem það fer taplaust í gegnum einvígi.

Bradley Beal skoraði 23 stig fyrir Washington og Paul Pierce 14 en Kyle Lowry gerði 21 stig fyrir Toronto. Troðfullt hús var í Washington, rúmlega 20 þúsund áhorfendur, og stemningin góð.

Í Dallas náðu heimamenn að framlengja einvígið við granna sína frá Houston um allavega einn leik í viðbót. Monta Ellis skoraði 31 stig fyrir Dallas og J.J. Barea soraði 17 stig og átti 13 stoðsendingar. James Harden skoraði 24 stig fyrir Houston.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert