Margrét Kara tekur skóna af hillunni

Margrét Kara Sturludóttir sækir að körfu mótherja.
Margrét Kara Sturludóttir sækir að körfu mótherja. mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Kara Sturludóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik frá Njarðvík, hyggst taka fram skóna og spila í efstu deild á næsta keppnistímabili.

Netmiðillinn Karfan.is greinir frá þessu en samkvæmt fréttinni er ekki ljóst með hvaða liði hún mun spila.

Margrét Kara varð bæði Íslandsmeistari með Keflavík og KR en lék síðast með KR árið 2012. Þá tók hún sér frí vegna barneigna og flutti í kjölfarið til Noregs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert