Sigurður Gunnar til Grikklands

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikur í Grikklandi á komandi vetri.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikur í Grikklandi á komandi vetri. mbl.is/Ómar

Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur samið við Machite Doxa Fefkon í Grikklandi en liðið leikur í næst efstu deild. Þar af leiðandi mun Sigurður ekki fylgja íslenska landsliðinu eftir þegar hefur keppni á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi á laugardaginn.

Frá þessu er greint á karfan.is

Sigurður var einn þeirra sem ekki var valinn í endanlega landsliðshóp vegna mótsins en Körfuknattleikssambandið hefur boðið þeim leikmönnum sem ekki hlutu náð fyrir augum þjálfarans til Berlínar. Sigurður eiga að mæta til Grikklands á mánudaginn og því geti hann ekki stutt við bakið á landsliðinu frá áhorfendabekkjunum. 

Sigurður lék í Svíþjóð á síðasta keppnistímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert