Mikil umskipti Hlyns og félaga

Landsliðsfyrirliðinn stóð fyrir sínu í kvöld.
Landsliðsfyrirliðinn stóð fyrir sínu í kvöld. AFP

Hlynur Bæringsson fagnaði dísætum sigri með liði sínu Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld.

Sundsvall sótti botnlið Umeå heim og lenti í miklum vandræðum. Staðan var 46:34, Umeå í vil, í hálfleik og þegar þriðji leikhluti var hálfnaður var forskot heimamanna 18 stig, 62:44. Þá upphófust hins vegar mikil umskipti og rúmum sex mínútum fyrir leikslok voru Hlynur og félagar komnir yfir, 67:66. Spennan var mikil það sem eftir lifði leiks, en Sundsvall hafði að lokum betur, 79:76.

Hlynur var að vanda afar atkvæðamikill en hann skoraði 11 stig í leiknum og tók 14 fráköst.

Sundsvall er nú með 16 stig í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Södertälje Kings sem hefur ekki tapað leik í vetur, og á leik til góða á Sundsvall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert