Dómari slasaðist í Þorlákshöfn

Jón Guðmundsson (lengst til hægri) ræðir við kollega sína Sigmund …
Jón Guðmundsson (lengst til hægri) ræðir við kollega sína Sigmund Má Herbertsson og Rögnvald Hreiðarsson. mbl.is/Golli

Bið verður á því að leikur Þórs og Stjörnunnar hefjist í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Þorlákshöfn. Jón Guðmundsson getur ekki dæmt leikinn eins og til stóð og er annar dómari á leiðinni til Þorlákshafnar í hans stað. 

Jón varð fyrir því óláni að detta í hálku fyrir utan íþróttahúsið í Þorlákshöfn þegar hann mætti í leikinn samkvæmt tíðindamanni mbl.is.  Kennir Jón sér eymsla í baki og var brugðið á það ráð að kalla til Leif Garðarsson sem er lagður af stað til Þorlákshafnar. 

Til stóð að leikurinn hæfist klukkan 19:15 en ljóst er að einhver seinkun verður á því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert