Nuggets höfðu betur í Madison Square Garden

Carmelo Anthon7 og félagar í New York Knicks máttu bíta …
Carmelo Anthon7 og félagar í New York Knicks máttu bíta í það súra epli að tapa á heimavelli í gærkvöldi. AFP

Will Barton og Danilo Gallinari fóru fyrir liði Denver Nuggets þegar það vann New York Knicks, 101:96, að viðstöddum nærri 20 þúsund áhorfendum í Madison Square Garden í gærkvöldi í viðureign liðanna í NBA-deildinni í körfuknattleik. 

Barton og Gallinari skoruðu 19 stig hvor. Carmelo Anthony og Kristaps Porzingis skoruðu 21 stig hvor fyrir Knicks, sem hefur aðeins unnið 23 af 54 leikjum sínum í vetur. Þetta var 21. sigur Denverliðsins í 52 leikjum. 

Chris Paul skoraði 22 stig fyrir LA Clippers gegn fornu veldi Miami Heat, 100:93, í American Airlines Arena á Miami. Þetta var 34. sigur Clippers á leiktíðinni í 51 leik. Jamal Crawford skoraði 20 stig. Chris Bosh, Dwyane Wade og Goran Dragic skoruðu 17 stig hver fyrir Miami í leiknum og voru stigahæstir. 

Leikmenn Boston Celtics fögnuðu sigri á Sacramento Kings í miklum stigaleik, 128:119, þar sem Avery Bradley skoraði 25 stig fyrir Celtics. Isaiah Thomas var næstur með 22 stig. DeMarcus Cousins skoraði 31 stig fyrir Sacramento-liðið. 

Nikola Vucevic skoraði 22 stig fyrir Orlando sem varði sigur á Atlanta á heimavelli, 96:94. Evan Fournier fylgdi í kjölfarið með 21 stig. Jeff Teague skoraði 24 stig fyrir Atlanta og Kent Bazemore skoraði einu stigi færrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert