Gasol fótbrotinn

Marc Gasol, bláklæddur, í leik með Memphis Grizzlies.
Marc Gasol, bláklæddur, í leik með Memphis Grizzlies. AFP

Marc Gasol, stórstjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfuknattleik og landsliðsmaður Spánverja, verður frá keppni í langan tíma.

Gasol hætti keppni snemma leiks gegn Portland á mánudagskvöldið vegna meiðsla og eftir að hafa farið í myndatöku kom í ljós brot í hægri fæti leikmannsins.

Hann er því úr leik um ókomin tíma en Gasol hefur spilað alla 52 leiki Memphis Grizzlies á tímabilinu og hefur í þeim skorað að meðaltali 16,6 stig, tekið 7 fráköst og átt 3,8 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert