Atlanta mætir Cleveland

Isaiah Thomas reynir að verjast Þjóðverjanum Dennis Schröder í leik …
Isaiah Thomas reynir að verjast Þjóðverjanum Dennis Schröder í leik Boston og Atlanta í nótt. AFP

Lið Atlanta Hawks er komið í undanúrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Boston Celtics, 104:92, á útivelli í nótt.

Atlanta vann einvígið þar með 4:2 og mætir LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í næstu rimmu. Cleveland vann Atlanta í úrslitum austurdeildarinnar í fyrra.

Sigur Atlanta í gær var aldrei í hættu. Liðið komst í 80:59 fyrir lokafjórðunginn. Paul Millsap skoraði 17 stig og tók 8 fráköst, og þeir Al Horford og Kent Bazemore settu niður 15 stig hvor. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1958 sem Hawks ná á að slá Celtics út í úrslitakeppninni.

Einvígi Atlanta og Cleveland hefst í Cleveland aðfaranótt næsta þriðjudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert