Valencia hefur áhuga á Tryggva

Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska U-20 ára landsliðinu …
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska U-20 ára landsliðinu í Grikklandi í júlí. Ljósmynd/karfan.is

Valencia sem leikur í spænsku efstu deildinni í körfuknattleik hefur áhuga á miðherjanum hávaxna, Tryggva Snæ Hlinasyni, sem leikur með Þór Akureyri, en norðanmenn verða nýliðar í efstu deild karla á komandi leiktíð. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni karfan.is. 

Tryggvi Snær lék afar vel með íslenska U-20 ára landsliðinu sem komst upp úr B-deild Evrópumótsins í Grikklandi í júlí og má leiða líkur að því að frammistaða hans þar hafi vakið athygli forráðamanna spænska liðsins. 

Fram kemur í fréttinni inni á karfan.is að Tryggvi Snær stefni á háskólanám í Bandaríkjunum að loknu námi hans í VMA, en nú gæti verið að þau framtíðaráform hans breytist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert