Ragnar semur við lið á Spáni

Ragnar Nathanaelsson
Ragnar Nathanaelsson mbl.is

Ragnar Nathanaelsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði í dag undir samning við spænska B-deildarliðið Caceres Patrimonio de la Huminidad. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Ragnar er 25 ára gamall en hann er í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fer fram síðar í þessum mánuði.

Leikmaðurinn stóri og stæðilegi reyndi fyrir sér hjá NBA-liðinu Dallas Mavericks fyrr í sumar en hann var þá á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall Dragons árið 2013.

Ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir Þór í Þorlákshöfn en hann var með 13 stig og 11,9 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili auk þess sem hann var valinn í lið ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert