Öll stig skipta máli

Landsliðið lék vel í kvöld.
Landsliðið lék vel í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik í 88:72 sigri Íslands gegn Sviss í undankeppni Evrópumótsins sem haldið verður á næsta ári. Hörður var stigahæstur með 16 stig og hann gaf einnig átta stoðsendingar.

„Það er mikilvægt að byrja keppnina svona. Við töluðum um að þetta væri mikilvægasti leikurinn í riðlinum og núna er mikilvægasti leikurinn í riðlinum gegn Kýpur. Það er mikilvægt að taka bara einn leik í einu.

Hörður Axel á fleygiferð í Laugardalshöll.
Hörður Axel á fleygiferð í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við komum mjög vel inn í leikinn en kannski misstum aðeins dampinn í seinni hálfleik. það verður samt að gefa Svisslendingunum hrós líka, þeir börðust vel. Þeir breyttu aðeins áherslunum í seinni hálfleik og leituðu meira inn í teiginn en það höfðum við ekki mikið séð frá þeim. Annars var ekkert að koma mikið á óvart. Þeir eru með góðar skyttur og eru með vel spilandi lið.“

Hörður var sammála því að það hefði verið mikilvægt að klára leikinn með 16 stiga mun og missa forystuna ekki of mikið niður.

„Það getur verið mjög dýrmætt. Öll stig skipta máli í þessu og síðast þegar við komumst í lokakeppni Evrópumótsins komust við áfram á hagstæðum stigafjölda. Við þurfum því að halda einbeitingu út alla leikina og klára þá sterkt.“

 Næsti leikur landsliðsins verður gegn Kýpur á laugardaginn. Hvernig líst Herði á það snúna verkefni sem bíður strákanna?

„Bara rosa vel. Við tökum bara á þeim eins og öllum öðrum. Ég hef ekki leikið gegn þeim lengi og hlakka mikið til. Það verður bara gaman að sjá hvernig það fer.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert