Höggið verður minna en búist var við

Framtíðarmenn? Valur Orri Valsson og Kári Jónsson takast á.
Framtíðarmenn? Valur Orri Valsson og Kári Jónsson takast á. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Árangur körfuboltalandsliðs karla í undankeppni EM og framganga U-20 ára landsliðsins í sumar er vísbending um að framtíðin sé nokkuð björt hjá A-landsliðinu.

Ef til vill bjartari en margir héldu fyrir ári, en búist var við að erfitt yrði fyrir liðið að jafna sig þegar kynslóð Jóns Arnórs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar drægi sig í hlé. Í apríl velti ég fyrir mér nokkrum framtíðarmönnum í karlalandsliðinu í handbolta í þessum dagskrárlið og nú er forvitnilegt að velta fyrir sér nokkrum í körfunni.

Jón Arnór og Hlynur eru blessunarlega enn að en yngri menn ýta mun þyngra hlassi nú en þeir gerðu í undankeppninni fyrir tveimur árum. Haukur Helgi Pálsson er orðinn einn allra besti leikmaður liðsins og með umtalsverða reynslu miðað við aldur. Sá klassaleikmaður sem körfuboltaunnendur vonuðust eftir að Martin Hermannsson yrði er smám saman að taka á sig mynd. Haukur er 24 ára og Martin er 22 ára.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert