Grannaslagir í bikarnum

Snæfell er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari kvenna.
Snæfell er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari kvenna. mbl.is/Eggert

Dregið var í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands í dag, en keppnin mun bera heitið Malt-bikarinn næstu þrjú árin.

Það er grannaslagur í 32ja liða úrslitum karla, þar sem Keflavík og Njarðvík mætast. Þá er önnur innbyrðis viðureign efstu deildar á milli Grindavíkur og Stjörnunnar. 31 lið var í pottinum og situr Þór Þorlákshöfn hjá og fer beint í 16-liða úrslit.

Í kvennaflokki er sömuleiðis grannaslagur þar sem Grindavík og Njarðvík mætast í 16-liða úrslitum. Hin innbyrðis viðureign efstu deildar er slagur Vals og Snæfells. Ekki voru sextán lið skráð til keppni svo Haukar, Skallagrímur, KR og Keflavík sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.

Dráttinn í Malt-bikarnum má sjá í heild sinni hér að neðan.

Karlar: 32ja liða úrslit.

Grundarfjörður-FSU
Álftanes - Haukar B
Leiknir R-Sindri
Keflavík-Njarðvík
Vestri-Haukar
Gnúpverjar-KR
Hrunamenn/Laugdælir-Þór Ak
Reynir S.- ÍR
Grindavík-Stjarnan.
Hamar - Höttur
Njarðvík B-ÍB
ÍA-Fjölnir
Valur-Snæfell
Breiðablik - Skallagrímur
KR B - Tindastóll

Þór Þorlákshöfn situr hjá og fer beint í 16-liða úrslit.

Konur: 16-liða úrslit

Snæfell-Valur
Breiðablik-Fjölnir
Stjarnan-Þór Ak.
Grindavík-Njarðvík

Haukar, Skallagrímur, KR og Keflavík sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert