Fjölnir og FSu fylgja fast á hæla Hattar

Fjölnir vann góðan sigur gegn Val í gærkvöldi.
Fjölnir vann góðan sigur gegn Val í gærkvöldi. Ljósmynd facebook siða Fjölnis

Fjölnir komst upp í annað sæti 1. deildar karla í körfubolta með 101:89 sigri sínum gegn Val í Valshöllinni í gærkvöldi. FSu sem er með jafn mörg stig og Valur bar sigurorð af Ármanni 104:86. Þá gerði Hamar góða ferð vestur og bar sigur úr býtum gegn Vestra. 

Staðan í deildinni eftir fjórar umferðir: Höttur 8, Fjölnir 6, FSu 6, Valur 4, Breiðablik 4, Hamar 4, Vestri 0, ÍA 0, Ármann 0. 

Stig Vals: Austin Magnus Bracey 25, Birgir Björn Pétursson 20, Sigurður Páll Stefánsson 11, Benedikt Blöndal 9, Illugi Steingrímsson 9, Sigurður Dagur Sturluson 9, Illugi Auðunsson 6.  

Stig Fjölnis: Garðar Sveinbjörnsson 24, Colin Anthony Pryor 24, Róbert Sigurðsson 17, Elvar Sigurðsson 13, Sindri Már Kárason 10, Egill Egilsson 10, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4, Alexander Þór Hafþórsson 3.

Stig Ármanns: Dagur Hrafn Pálsson 22, Baldur Ingi Jónasson 15, Jóhann Jakob Friðriksson 12, Magnús Ingi Hjálmarsson 11, Sverrir Gunnarsson 10, Geir Þorvaldsson 8, Þorleifur Baldvinsson 4, Arnþór Fjalarsson 2, Þorsteinn Hjörleifsson 2. 

Stig FSu: Terrence Motley 40, Svavar Ingi Stefánsson 18, Sigurður Jónsson 12, Helgi Jónsson 9, Hilmar Ægir Ómarsson 9, Hörður Jóhannsson 6, Jón Jökull Þráinsson 4, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 4, Gísli Gautason 2. 

Stig Vestra: Nebojsa Knezevic 32, Hinrik Guðbjartsson 11, Nökkvi Harðarson 7, Gunnlaugur Gunnlaugsson 6, Adam Smári Ólafsson 5, Daníel Þór Midgley 4, Björgvin Snævar Sigurðsson 2, Óskar Ingi Stefánsson 2. 

Stig Hamars: Örn Sigurðarson 24, Cristopher Woods 21, Mikael Rúnar Kristjánsson 9, Arvydas Diciunas 8, Smári Hrafnsson 8, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Snorri Þorvaldsson 7, Oddur Ólafsson 6, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert