Stórsigur hjá Sigurði - Hörður steinlá

Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmenn í körfuknattleik, áttu ólíku gengi að fagna með liðum sínum í Grikklandi og Belgíu í gær.

Hörður Axel lék sinn fyrsta leik með Limburg United í belgísku A-deildinni en lið hans steinlá fyrir Okapi Aalstar, 105:79. Hörður lék í 12 mínútur og skoraði 5 stig í leiknum. Limburg hefur tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og er í sjöunda sæti af tíu liðum í deildinni.

Sigurður og félagar í AE Larissa unnu stórsigur á Arkadikos, 90:56, í þriðju umferð grísku A2-deildarinnar, þeirrar næstefstu í Grikklandi. Sigurður skoraði 9 stig í leiknum en AEL hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er efst í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert