Motley með 50 stig í sigurleik

Terrence Motley
Terrence Motley Ljósmynd/FSu

Hamar og FSu fögnuðu sigrum í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld. Hamar vann öruggan sigur gegn Ármanni, 104:77, og FSu hafði betur á móti Val, 94:90.

Terrence Motley gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig fyrir FSu og Ari Gylfason kom næstur með 16 stig. Hjá Valsmönnum var Austin Magnus Bracey stigahæstur með 23 stig og Illugi Auðunsson skoraði 18.

Christopher Woods skoraði 27 stig fyrir Hamar og Örn Sigurðarson skoraði 19. Hjá Ármenningum var Jóhann Jakob Friðriksson stigahæstur með 20 stig.

Höttur, Fjölnir og FSu er öll með 8 stig, Hamar 6, Valur 4, Breiðablik 4, Vestri 2 og ÍA og Ármann eru án stiga.

Tölfræði leikjanna:

Hamar - Ármann 104:77

Hveragerði, 1. deild karla, 24. október 2016.

Gangur leiksins:: 4:1, 8:9, 14:15, 16:20, 24:22, 33:25, 42:27, 46:38, 58:41, 65:50, 72:56,79:64, 86:67, 93:71, 97:73, 104:77.

Hamar : Christopher Woods 27/8 fráköst, Örn Sigurðarson 19, Oddur Ólafsson 17/5 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 16, Snorri Þorvaldsson 6, Smári Hrafnsson 5, Björn Ásgeir Ásgeirsson 4/4 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 4/5 fráköst, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 3, Ísak Sigurðarson 2/5 fráköst, Arvydas Diciunas 1/13 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 13 í sókn.

Ármann: Jóhann Jakob Friðriksson 20/8 fráköst, Magnús Ingi Hjálmarsson 12, Dagur Hrafn Pálsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Ingi Hjálmarsson 10/4 fráköst, Ingvar Bjarni Viktorsson 7, Arnþór Fjalarsson 4/4 fráköst, Ólafur Ingi Jónsson 4, Leó Sigurðsson 4/4 fráköst/7 stoðsendingar, Baldur Ingi Jónasson 3/4 fráköst, Eggert Sigurðsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Sveinn Bjornsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

FSu - Valur 94:90

Iða, 1. deild karla, 24. október 2016.

Gangur leiksins:: 6:4, 12:6, 20:16, 27:25, 27:27, 33:35, 38:41, 43:45, 48:48, 55:55, 62:61,65:70, 72:75, 79:79, 84:81, 94:90.

FSu: Terrence Motley 50/6 fráköst, Ari Gylfason 16/7 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 11, Hörður Jóhannsson 6, Orri Jónsson 5, Svavar Ingi Stefánsson 5/4 fráköst, Helgi Jónsson 1.

Fráköst: 22 í vörn, 4 í sókn.

Valur: Austin Magnus Bracey 23, Illugi Auðunsson 18/8 fráköst/5 stoðsendingar, Birgir Björn Pétursson 17/10 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 7, Benedikt Blöndal 6, Ingimar Aron Baldursson 5, Sigurður Páll Stefánsson 4, Sigurður Rúnar Sigurðsson 1.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johann Gudmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert