Rekinn út úr húsi fyrir að sveifla löngutöng

Russell Westbrook og Gerald Henderson í leiknum í nótt.
Russell Westbrook og Gerald Henderson í leiknum í nótt. AFP

Stuðningsmaður Philadelphia 76ers fékk ekki að njóta þess lengi að sitja í rándýru sæti sínu þegar liðið tók á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt.

Stuðningsmaðurinn bauð stjörnuleikmann Oklahoma, Russell Westbrook, velkominn til borgarinnar með því að sýna honum löngutöng, á báðum höndum raunar, í fyrsta leikhluta. Lét hann líklega einhver vel valinn orð falla í leiðinni.

Atvikið sést ágætlega í meðfylgjndi myndskeiði en einnig má sjá viðbrögð Westbrook í samtali við fjölmiðlamenn.

Stuðningsmaðurinn var með sæti alveg upp við völlinn og kveðjan fór því ekki framhjá Westbrook. Fleiri urðu atviksins varir og niðurstaðan varð sú að stuðningsmanninum var vísað út úr húsi og sá hann því ekki fjórðung leiksins. 

Oklahoma sigraði 103:97 og skoraði Westbrook 32 stig í leiknum. 

Stuðningsmaðurinn sést hér senda Russell Westbrook kveðjuna.
Stuðningsmaðurinn sést hér senda Russell Westbrook kveðjuna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert