Fimmta þrenna Westbrook í röð

Russell Westbrook ásamt þjálfara sínum BIlly Donovan.
Russell Westbrook ásamt þjálfara sínum BIlly Donovan. AFP

Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu í fimmta leiknum í röð í NBA-körfuboltanum í nótt. Hefur enginn náð því í deildinni síðan 1989. 

Westbrook skoraði 28 stig, tók 17 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Oklahoma City Thunder þegar liðið lagði New Orleans Pelicans að velli 101:92. 

Síðasti leikmaðurinn til að ná þrefaldri tvennu í fimm leikjum í röð var enginn annar en Michael Jordan sem gerði það fyrir Chicago Bulls árið 1989. 

Var þetta tíunda þrennan hjá Westbrook á tímabilinu og eftir 21 leik nær hann þrefaldri tvennu að meðaltali í leik. 

Úrslit:

Oklahoma - New Orleans 101:92

Detroit - Orlando 92:98

New York - Sacramento 106:98

LA Clippers - Indiana 102:111

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert