Snæfell mætir Stjörnunni - KR á Egilsstaði

Snæfell er ríkjandi bikarmeistari, eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik …
Snæfell er ríkjandi bikarmeistari, eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik síðasta vetur. mbl.is/Golli

Dregið var í 8-liða úrslit Maltbikars karla og kvenna í körfubolta í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu. Áætlað er að leikirnir fari fram 14. og 15. janúar.

Liðin sem komast áfram í undanúrslitin taka þátt í sérstakri úrslitahelgi (e. final four) í Laugardalshöll, sem er nýbreytni í körfuboltanum hér á landi. Undanúrslit kvenna eru 8. febrúar, undanúrslit karla 9. febrúar, og úrslitaleikirnir 11. febrúar.

Bikarmeistarar Snæfells fengu heimaleik gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum kvenna. Hjá körlunum fara ríkjandi meistarar KR á Egilsstaði og mæta 1. deildarliði Hattar. Eini úrvalsdeildarslagurinn hjá körlunum er á milli Þórs Akureyri og Grindavíkur.

8-liða úrslit kvenna:
Snæfell - Stjarnan
Grindavík - Keflavík
Breiðablik - Haukar
Skallagrímur - KR

8-liða úrslit karla:
Þór Akureyri - Grindavík
Höttur - KR
Valur - Haukar
Þór Þorlákshöfn - FSu

KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitaleiknum síðasta vetur.
KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitaleiknum síðasta vetur. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert