Jón mætti gamla liði Jordans

Jon Axel Gudmundsson keyrir að körfu North Carolina í nótt.
Jon Axel Gudmundsson keyrir að körfu North Carolina í nótt. AFP

Jón Axel Guðmundsson var á söguslóðum í nótt þegar hann ásamt samherjum sínum í Davidson heimsótti North Carolina í bandaríska háskólakörfuboltanum. 

North Carolina er eitt af frægustu körfuboltaliðum Bandaríkjanna en þar lék sjálfur Michael Jordan og varð háskólameistari með liðinu. Reyndar væri hægt að telja upp margar fleiri stjörnur sem hafa leikið með liðinu og er til dæmis hægt að nefna James Worthy og Vince Carter. 

Jón Axel átti flottan leik gegn stórveldinu en Davidson varð þó að sætta sig við tap 83:72. Jón skoraði 10 stig, tók 6 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal boltanum þrívegis og spilaði í 30 mínútur.

North Carolina hefur unnið 9 af fyrstu 10 leikjunum en Davidson hefur unnið 5 af fyrstu 8.  

Jon Axel Gudmundsson (3) í vörninni í leiknum í nótt.
Jon Axel Gudmundsson (3) í vörninni í leiknum í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert