Meistararnir stöðvuðu New York

Carmelo Anthony og LeBron James
Carmelo Anthony og LeBron James AFP

Cleveland Cavaliers stöðvaði sigurgöngu New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt með stórsigri 126:94. 

New York hafði unnið fjóra leiki í röð en Cleveland hefur aftur náð sér á strik eftir þrjú töp í röð á dögunum. Cleveland vann einnig Toronto á útivelli í vikunni og hefur unnið 15 af fyrstu 20 leikjum sínum í deildinni. 

LeBron James, Kylie Irving og Kevin Love skiluðu samtals 74 stigum fyrir Cleveland. Hjá New York náði Carmelo Anthony sér ekki á strik og skoraði aðeins 8 stig. 

Golden State Warriors lét sér ekki muna um að vinna LA Clippers á útivelli 115:98 og er með 18 stigra eftir 21 leik. Klay Thompson er heitur þessa dagana og var með 21 stig fyrir Golden State en Jamal Crawford gerði 21 fyrir Clippers. 

Úrslit:

LA Clippers - Golden State 98:115

Phoenix - Indiana 94:109

Dallas - Sacramento 89:120

New York - Cleveland 94:126

Houston - LA Lakers 134:95

Milwaukee - Portland 115:107

Atlanta - Miami 103:95

Brooklyn - Denver 116:111

Orlando - Boston 87:117

Charlotte - Detroit 87:77

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert