Loksins útisigur hjá Philadelphia

Ersan Ilyasova í baráttunni við Hlyn Bæringsson í Berlín í …
Ersan Ilyasova í baráttunni við Hlyn Bæringsson í Berlín í fyrra. AFP

Eftir 23 tapleiki í röð á útivelli kom loks sigur hjá Philadelphia 76ers í NBA-körfuboltanum í nótt. 

Philadelphia heimsótti New Orleans Pelicans og hafði betur 99:88. Tyrkinn Ersan Ilyasova skoraði 23 stig og var stigahæstur hjá Philadelphiu en hann mætti Íslendingum á EM í Berlín í fyrra. Antonio Davis var stigahæstur eins og oft áður hjá New Orleans með 26 stig. 

San Antonio Spurs var í gerólíkri stöðu því liðið hafði ekki tapað útileik síðan liðið féll úr keppni í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Liðið vann þrettán fyrstu útileikina á þessu tímabili en tapaði loks í nótt í Chicago fyrir Bulls 95:91. Gamla kempan Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Chicago og Kawhi Leonard 24 fyrir San Antonio. 

Úrslit:

Toronto - Minnesota 124:110

Washington - Denver 92:85

Memphis - Portland 88:86

New Orleans - Philadelphia 88:99

Utah - Golden State 99:106

Chicago - San Antonio 95:91

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert