„Grútfúll og sársvekktur“

Hákon Örn Hjálmarsson, ÍR.
Hákon Örn Hjálmarsson, ÍR. mbl.is/Golli

Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, var svekktur eftir ósigurinn gegn Tindastóli á Króknum, 84:78, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Sjá frétt mbl.is: Tinda­stóll á sig­ur­braut á ný

„Mér finnst að við höfum hálfpartinn kastað sigri í þessum leik frá okkur, því alltaf þegar við nálguðumst þá, virtumst við gefa eftir. Það var rosalega erfitt að fá framan í sig þrista frá Helga Frey og kippa okkur til baka. En í þessum leik gat sigurinn fallið hvoru megin sem var enda voru hér á vellinum tvö mjög áþekk lið í kvöld,“ sagði Sveinbjörn við mbl.is.

Liðsfélagi hans, Hákon Örn Hjálmarsson, var ekki minna svekktur

„Aðvitað er maður grútfúll og sársvekktur, við vorum allt of seinir í gang í kvöld og vorum í ströggli allan tímann.  Við náðum að skapa okkur opin skot, en þau voru bara ekki að detta hjá okkur, þó að vítaskotin skiluðu sér vel, og þess vegna er maður hundfúll,“  sagði Hákon sem var einn besti leikmaður kvöldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert